Lárus Vilhjálmsson rekur Álfagarðinn með eiginkonu sinni, Ragnhildi Jónsdóttur. Starfsemin í kringum huldufólkið hafði gengið í drykklanga stund áður en Lárus og Ragnhildur ákváðu að stofna formlegt fyrirtæki í kringum hana.

Þá fór Ragnhildur með fólk í svokallaðar álfagöngur um Hellisgerði, lítinn hraungarð í Hafnarfirði. Álfagöngur í hraungarðinum Álfagöngur Ragnhildar í Hellisgerði eru rólyndisgöngur gegnum garðinn, þar sem hún skýrir fyrir þátttakendum hvernig og hvar álfarnir búa nákvæmlega.

Að göngunni lokinni gæðir fólk sér svo á tebolla eða kaffi í húsi í Hellisgerði, og geta notið þess að skoða gaumgæfilega listaverk og íslenskt handbragð.

„Við höfum farið með fólk í álfagöngur og síðan höfum við rekið búð í litlu húsi hérna í Hellisgerði. Þetta er orðið ansi lítið, svo við vildum stækka við okkur,” segir Lárus. Húsið sem þau notuðu var að sögn Lárusar orðið allt of lítið, og aðsókn kallaði einfaldlega á stærri umgjörð.

Hjónin leita nú að stærra húsnæði undir fyrirtækið, en þau eru með ýmislegar fyrirætlanir á prjónunum.

Vilja opna álfamiðstöð

Lárus og Ragnhildur hyggjast opna eins konar miðstöð kringum álfa og huldufólk. Þá verði safn með munum sem tengjast álfum og þjóðsögum um huldufólkið, sýningar, námskeið og minjagripasölu í miðstöðinni. Þá munu þau einnig bjóða upp á sérstakar huldufólksferðir.