Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir Svandísi Svavarsdóttur, þingmann Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs vera leiðtoga hulduhers sem berst gegn Framsókn. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Vigdísi sem birtist í blaðinu í dag.

Aðspurð um hver leiðtoginn sé í því sem hún kallar „grímulasu árásir“ á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, og framsókn segir hún:

„Svandís Svavarsdóttir er mjög aggressív í þessa vegu og svo fylgja hinir á eftir. Svo er þetta treinað upp á bloggsíðum og í kommentakerfum.Þetta er svona hulduher, skulum við segja.“

Í viðtalinu segir hún einnig að illa hafi verið staðið að niðurskurði efir hrun og að stjórnvöld væru ennþá að bíta úr nálinni með það. Hún segir að „farið hafi verið með allar grunnstoðirnar, heilbrigðismálin og samgöngumálin, menntamálin.“ og hún kvartar einnig yfir því að farið hafi verið af stað með ýmiss kostnaðarsöm gæluverkefni, þ. á. m. aðildarumsókn að Evrópusambandinu.