Námsframboð hér á landi hefur margfaldast á nokkrum árum og þeim fer fjölgandi sem átta sig á mikilvægi menntunar á samkeppnishæfni og framtíðarmöguleika þjóðarinnar. Menntaumhverfið hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á undanförnum árum og samkeppni á milli menntastofnanna aukist.

Samkeppni um nemendur hefur verið mest á sviði viðskiptafræði og hefur þróunin verið ör á síðustu árum. Nám til B.S. prófs í viðskiptafræði er nú í boði í fjórum háskólum og í fræðingasamfélaginu fjölgar engum hraðar en viðskiptafræðingum. 16,6% þeirra rúmlega 17 þúsund manna sem stunda háskólanám hér á landi nema viðskiptafræði eða alls 2.850 námsmenn.

Vaxandi námsframboð, aukin samkeppni og aukið samstarf við erlenda háskóla gerir að verkum að raunhæfara markmið fyrir menntastofnanir á Íslandi væri að stefna að því að útskrifa hundrað bestu viðskiptafræðingar heims frekar en að reyna að komast á lista hundrað bestu háskóla heims.

Ítarleg úttekt er á stöðu viðskiptamenntunar í Viðskiptablaðinu í dag.