Hundrað ár eru liðin í dag frá því að tekjuskattur var lagður á einstaklinga í Bandaríkjunum. Fréttastofa CNBC segir að velta megi upp þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að fagna þessum tímamótum.

„Það veltur allt á sjónarhorni þínu,“ segir Ajay Mehrota, sagnfræðiprófessor við Háskólann í Indíana. Annar sérfræðingur sem CNBC ræddi við sagði að skattkerfið hefði verið flækt óþarflega mikið á þessum 100 árum.

En þrátt fyrir að tekjuskattur sé einungis 100 ára gamall, hefur ríkissjóður innheimt skatt um langt skeið. Á árunum 1791-1802 voru til dæmis innheimtir söluskattar af sölu á líkjöri, tóbaki, sykri, hlutum sem seldir eru á uppboði og jafnvel af þrælasölu.