Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Árið 2015 ætlar Alþingi að halda upp á það að hundrað ár verða liðin frá því Kristján X, þáverandi kongungur Íslands og Danmerkur, staðfesti frumvarp sem Alþingi hafði samþykkt um kosningarrétt kvenna og kjörgengi til Alþingis. Kvennréttindadagurinn, 19. júní, á rætur að rekja til þessa atburðar sem markaði þáttaskil í kvennréttindabaráttu á Íslandi.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði í ræðu sinni í dag að Alþingi hyggst kalla til undirbúningsfundar fyrir upphaf haustþings og verði eitt af verkefnum þess fundar að kjósa fimm manna framkvæmdanefnd sem móta á endanlegar tillögur og annast frekari undirbúning fyrir afmælisárið 2015.