Rúmlega 100 fjárfestingarbankastarfsmenn  munu deila á milli sín um fimmtíu milljónum evra, sem samsvarar rúmum átta milljörðum króna, eftir að hæstiréttur í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að bónusar sem um hafði verið samið fyrir fjórum árum skuli standa. Þetta kemur fram í frétt The Guardian í dag.

Commerzbank tók yfir fjárfestingarbankann Dresdner Kleinwort Ltd (DKL) í London þegar þeir eignuðust Dresndner bankann árið 2009. Nú er ljóst að starfsmenn DKL fá bónusana, sem í vissum tilfellum eru yfir tveimur milljónum evra en Commerzbankinn hafði neitað að greiða út bónusana.

Bónusarnir voru hluti af af samningskjörum sem átti að greiða út þrátt fyrir að Dresdner bankinn tapaði meira en sex milljörðum evra á árinu 2008.