Exxon, stærsta olíufyrirtæki heims ef miðað er við markaðsvirði, ætlar að verja 100 milljónum dala á dag í fimm ár í fjárfestingar. Með fjárfestingunum hyggst Exxon auka framleiðslugetu sína. Frá þessu er greint á vef Bloomberg í dag.

Á þessu ári ætlar félagið að verja um 34 milljörðum dala í fjárfestingar. Það er aukning um 5,6% frá árinu 2010. Fram til ársins 2015 verður árlega eytt  á bilinu 33 milljörðum til 37 milljarða dala. Fyrirætlanir Exxon í ár eru að auka framleiðsluna um 3-4%. Hún jókst um 13% í fyrra sem er mesta aukning félagsins síðan árið 1999.

Fjármunum verður meðal annars eytt í leit að nýjum olíu- og gasauðlindum sem og í að bæta núverandi framleiðslustöðvar Exxon.