Alls eru 110 mál á skrá hjá embætti sérstaks saksóknara samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara. 28 málum hefur verið vísað frá eða lokið með öðrum hætti og því eru 82 mál virk sem stendur. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins á þeim eftir að fjölga töluvert en Fjármálaeftirlitið (FME) kannar nú fjölmörg mál sem munu að öllum líkindum enda inni á borði sérstaks saksóknara. Á meðal þeirra mála sem eru til meðferðar þar eru ætluð brot sem framin voru innan íslenskra fjármálafyrirtækja sem féllu á árunum 2009 og 2010. Alls hafa vel yfir hundrað manns fengið stöðu grunaðs manns í þeim rannsóknum sem nú þegar eru í gangi hjá embætti sérstaks saksóknara.