100 ríkustu menn Noregs áttu í lok síðast árs samanlagt 121,5 milljarða norskra króna. Það er um 2400 milljarðar íslenskra króna. Norski vefurinn e24 segir að álagningaskrár fyrir síðasta ár sýni þessa niðurstöðu.

Á listanum er miðað við skattskyldar eignir. E24 tekur fram að raunverulegar eignir fólksins eru yfirleitt eitthvað hærri og í sumum tilfellum mikið hærri. Á listanum eru nokkur nöfn sem Norðmenn kannast vel við og svo nokkur ný.

Ríkasti Norðmaðurinn samkvæmt listanum er hinn níræði Olav Thon. Hann á rétt innan við 10 milljarða norksra króna eða 200 milljarða íslenskra. Eignir hans hafa aukist um rétt rúmar 250 milljónir norskra króna frá því í fyrra.

Thon greiddi um 125 milljónir norskra króna í skatt í fyrra.