Salt Investments, eignarhaldsfélag Róberts Wessman, skilaði 775 miljóna króna hagnaði á árinu 2012 samkvæmt ársreikningi Salt. Eignir félagsins eru þrátt fyrir þetta eingöngu um 10,7 milljónir króna en hagnaðurinn er tilkominn vegna lækkunar skulda.

Svipaðar aðstæður voru uppi árið 2011 þegar félagið skilaði 11,3 milljarða króna hagnaði. Þess má geta að þá var félagið á topp tíu lista Creditinfo yfir félög sem skiluðu bestu afkomunni árið 2011 eins og fjallað var um í Viðskiptablaðinu í janúar á síðasta ári. Eigið fé Salt var neikvætt um 4,8 milljarða króna í árslok 2012.