Ríkið hefur greitt samtals 510 milljónir í skaðabætur vegna tveggja útboða á síðustu rúmum tveimur árum. Annars vegar var það vegna máls sem Hópbílaleigan höfðaði gegn ríkinu vegna útboðs Vegagerðarinnar á sérleyfisakstri og hins vegar vegna máls sem Íslenskir aðalverktakar og NCC International höfðuðu vegna útboðs Vegagerðarinnar um gerð Héðinsfjarðarganga.

Í fyrradag var fyrirtaka í nýju skaðabótamáli Hópbílaleigunnar gegn ríkinu og vinni fyrirtækið það mál gæti sú upphæð sem ríkið hefur greitt í skaðabætur vegna tveggja útboða hækkað í ríflega 700 milljónir.

Háar upphæðir

Jóhannes Karl Sveinsson er lögmaður Hópbílaleigunnar í skaðabótamálinu gegn ríkinu. Hann var einnig lögmaður Íslenskra aðalverktaka og NCC í þeirra máli gegn ríkinu. Í samtali við Viðskiptablaðið segir hann ríkið hafi þurft að greiða háar upphæðir í þessum málum einfaldlega af því að menn hafi ekki virt lagareglur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .