Virði skráðra hlutabréfa á erlendum hlutabréfamörkuðum lækkaði um 6.300 milljarða dala á árinu, andvirði um 770.000 milljarða íslenskra króna.

Voru það ekki síst áhyggjur fjárfesta af skuldastöðu ýmissa evruríkja og af framtíð evrunnar sjálfrar sem ollu þessu hruni.

Markaðsvirði skráðra hlutabréfa er nú um 45.700 milljarðar dala og lækkaði um 12,1%, samkvæmt frétt Financial Times.