Yfir 370 manns sóttu um störf hjá ríkisskattstjóra við framkvæmd leiðréttinga á höfuðstól fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar á höfuðstól fasteignaveðlána. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að fólkið sem sótti um sé með ýmiskonar háskólamenntun að baki.

Þegar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu tvö frumvörp vegna þessa máls á blaðamannafundi í Iðnó á dögunum kom fram að ríkisskattstjóri myndi sjá um framkvæmdina. Þeir sögðu jafnframt að gert væri ráð fyrir að hægt yrði að sækja um leiðréttinguna frá 15. maí næstkomandi.

Þann 7. apríl voru störfin hjá ríkisskattstjóra svo auglýst á Starfatorgi. Frumvörpin eru aftur á móti enn í meðferð Alþingis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .