Flugumferðarstjórar í Frakklandi hófu verkfallsaðgerðir nú í morgun. Verkfallið mun standa yfir í dag og á morgun, en aflýsa hefur þurft hundruðum fluga til og frá landinu vegna aðgerðanna. BBC News greinir frá málinu.

Frönsk flugmálayfirvöld hafa gefið flugfélögum þau fyrirmæli að aflýsa 40% ferða, en búist er við röskun á flugumferð um allt landið. Þeim sem eiga áætlað flug í dag og á morgun í Frakklandi hefur verið bent á að hafa samband við sitt flugfélag til þess að fá upplýsingar um stöðu mála.

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gefið út að það þurfi að aflýsa fleiri en 250 ferðum vegna verkfallsins. Segir flugfélagið það stórkostlega ósanngjarnt að þúsundir evrópskra ferðalanga þurfi að breyta áætlunum sínum vegna aðgerða fárra og eigingjarnra flugumferðarstjóra í Frakklandi.