Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter og Baugur hafa samþykkt að fjárfesta í fasteignafjárfestingarsjóði ásamt Halifax Bank of Scotland (HBOS) og fasteignafélaginu Catalyst Capital, samkvæmt heimildum The Sunday Times. Sjóðurinn mun fjárfesta í fasteignum á Indlandi.

Blaðið segis hafa heimildir fyrir því að Hunter, Jón Ásgeir og Julian Newiss frá Catalyst Capital hafi ferðast til Indlands í síðustu viku til að leggja lokahöndina á viðskiptin. Stærð sjóðsins mun verða 100 milljónir Bandaríkjadala, og þar af mun eigið fé nema 40 milljónum dala

Breska blaðið segir sjóðinn fjárfesta í hótelbyggingum, almennum byggingum og byggingarlandi, aðallega í kringum Mumbai. Ekki er áætlað að keppa um stór verkefni og mun sjóðurinn sérhæfa sig í minni og millistórum verkefnum.