Mark Hurd, fyrrverandi forstjóri HP og núverandi forstjóri Oracle, hefur hafnað tilboði um að gerast forstjóri Microsoft. Þetta staðfesti hann í viðtali við CNBC. Steve Balmer, núverandi forstjóri Microsoft, hefur sagt að hann vilji ekki gegna starfinu áfram.

„Ég er mjög ánægður hjá Oracle og ég hef engar fyrirætlanir um að skipta um starf. Oracle er frábær vinnustaður og það er mjög gott að vera hérna,“ segir hann við CNBC.

Microsoft er þessa dagana að ræða við fólk sem fyrirtækið telur að geti komið til greina sem mögulegir stjórnendur þessa stóra fyrirtækis.