Kvenfataverslunin Húrra Reykjavík mun opna að Hverfisgötu 78 klukkan 18:00 á morgun eftir margra mánaða undirbúning. Húrra Reykjavík hefur frá 5. september 2014 rekið verslun fyrir karlmenn á Hverfisgötu 50 með góðum árangri en draumur stofnendanna, Sindra Snæs Jenssonar og Jóns Davíðs Davíðssonar, var að opna einnig verslun fyrir kvenfólk.

Sá draumur er nú orðinn að veruleika og mun Andrea Röfn Jónasdóttir verða verslunarstjóri nýju búðarinnar. Andrea hefur meðal annars verið pistlahöfundur á hinni vinsælu lífsstílsvefsíðu Trendnet í fjögur ár og á einnig að baki langan feril sem fyrirsæta. Hún var fengin til að stýra nýju versluninni eftir að vinskapur hafði myndast með henni og eigendunum Sindra Snæ og Jóni Davíð.

„Þeir voru byrjaðir að bjóða konum upp á skó fyrir meira en ári og ég var alltaf að koma í búðina og skoða og máta. Þeir voru líka með sólgleraugu og úr fyrir bæði kyn og ég fékk mér geggjuð sólgleraugu og skó hérna síðasta sumar. Ég var síðan í skiptinámi í viðskiptafræði í Hollandi og þegar ég kem heim til Íslands í frí koma þeir með þessa hugmynd um að opna kvenfataverslun. Ég ætlaði að vera lengur í skiptináminu en síðan tókum við ákvörðun og ég flutti heim um jólin til að einbeita mér að þessu,“ segir Andrea Röfn.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .

  • Fjallað er um frumvarp til nýrra laga um verðtryggingu
  • Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri krónunnar og Kjarvals, er í ítarlegu viðtali
  • Ítarlega er farið í saumanna á nýrri skýrslu Viðskiptaráðs um þróun efnahagsmála hér á landi
  • Ekki eru enn öll kurl komin til grafar í deilum um Vinnslustöðina
  • Breyttar aðstæður olíufélaganna og áhrif tækniþróunar eru skoðaðar
  • Nýr útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri ræðir um heimaslóðirnar fyrir norðan
  • Sprotafyrirtæki í áliðnaðinum er brautryðjandi í nýrri greiningartækni
  • Fjallað er um mismunun sem keppendur á Ólympíuleikunum þurfa að sæta
  • Áhrif eignarhalds á helstu samkeppnisfyrirtækjum landsins eru skoðuð
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um Pírata
  • Óðinn fjallar um húsnæðismál