Fjölnisvegur 3, fasteign sem áður var í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar, hefur verið auglýst til sölu. Fasteignin er 321 fermetri að stærð og er metin á tæplega 79 milljónir króna.

Núverandi eigandi hússins er Mynni ehf., eignarhaldsfélags Landsbankans.

Segir í lýsingu á fasteignir.is að húsið sé „virðulegt og fallegt 321,3 fm einbýlishús á eftirsóttum stað í Þingholtunum. Húsið er teiknað af Pétri Ingimundarsyni árið 1930 og er það í svokölluðum skipstjóravillustíl. Lóðin er um 1020 fm og er eignarlóð. Húsið er á þremur hæðum auk rislofts og í hluta kjallara er lítil sér íbúð með sérinngangi.“ Segir að húsið sé laust strax.

Einbýlishúsið var skráð á sölulista í gær og geta áhugsamir skoðað fasteignina hér .