Líklegt er að hinar miklu verðhækkanir á húsnæði muni í haust eða byrjun næsta árs leiði til verulegrar hækkunar á húsaleigu. Þetta er skoðun ASÍ en vorskýrsla Hagdeildar sambandsins kom út nú á mánudaginn.

Sé horft aftur til ársins 1997 sést að til lengri tíma litið hækkar húsaleiga í samræmi við hækkun húsnæðisverðs. Til skemmri tíma litið virðist húsaleiga aftur á móti ekki fylgja húsnæðisverðhækkun eftir jafnt og þétt heldur leiðréttast í snöggum kipp eftir á. Þessi þróun var mjög áberandi árin 1999 og 2000. Síðari hluta árs 1999 hækkaði húsnæðisverð mun hraðar en húsaleiga. Um það bil ári síðar varð síðan snögg hækkun á húsaleigunni sem rekja má beint til húsnæðisverðshækkunarinnar. Svipuð staða virðist vera komin upp núna. Í upphafi þessa árs hækkaði þannig húsnæðisverð mun hraðar en húsaleiga og útfrá því má ætla að húsaleiga geti tekið kipp upp á við eins og gerðist árið 2000.

ASÍ segir breytingar á húsnæðismarkaðnum og hækkunar verðs síðustu mánuði geta komið illa við ýmsa sem af einhverjum ástæðum eiga ekki kost á öðru en að leigja. Búast má við því að hátt fasteignaverð miðað við húsaleigu leið til þess að eigendur leiguhúsnæðis noti tækifærið og annað hvort selji eignir sínar út af leigumarkaðnum eða hækki leigu.