Greiðslur sveitarfélaga á húsaleigubótum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu samtals 343,3 milljónum króna. Um er að ræða 2,74% lækkun frá fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þá námu greiðslurnar 352 milljónum króna. Jöfnunarsjóður greiddi samtals um 130,5 milljónir króna til sveitarfélaganna á þessum vegna greiðslu þeirra á þessum bótum á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sveitarfélögin áætla að greiða 1.438 milljónir króna í húsaleigubætur á árinu og að framlag jöfnunarsjóðs til þeirra verði 578,6 milljónir króna.

Bótaþegum fjölgaði milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs, úr 8.220 í 9.265. Þeim fækkaði hins vegar nokkuð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, eða um 2,06% en þá voru þeir 9.074. Kemur það saman við lækkun greiðslna á tímabilinu.

Húsaleiga á námsgörðum eða heimavistum hefur hækkað mest að meðaltali á milli ára, þ.e. á fyrsta ársfjórðungi 2033 og 2004, eða frá því að vera 27.115 krónur á mánuði í 30.394 krónur að meðaltali, þ.e. um 12,09%. Á almenna markaðnum hækkaði mánaðarleigan að meðaltali úr 45.570 kr. í 48.728 kr. eða um 6.93%. Meðaltal húsaleigu bótaþega í félagslegum leiguíbúðum hækkaði úr 34.846 i 36.958 eða um 6,06%.