Húsasmiðjan mun lækka verð á vörum sínum frá og með deginum í dag til samræmis við fyrirhugað afnám vörugjalda. Í tilkynningu segir að fyrirtækið vilji með þessu hafa frumkvæði að því að áhrif afnáms vörugjalda komi strax fram í verðlagi á byggingavörumarkaði. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er stefnt á að leggja af vörugjöld að mestu leyti frá og með áramótum. Vörurnar sem lækkunin tekur til munu lækka um 13%-17%.

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að fyrirtækið fagni fyrirhuguðu afnámi vörugjalda. Vörugjöldin séu óhagstæð fyrir alla; innflytjendur, hið opinbera og ekki síst neytendur. Hann segir að með því að lækka strax vilji fyrirtækið skapa hvata fyrir neytendur til að fresta ekki viðhaldi þar til á nýju ári