Húsasmiðjan tapaði 179 milljónum króna á síðasta ári en félagið er í eigu dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma sem keypti félagið af Framtakssjóði Íslands.

Þetta er fyrsta rekstrarár Húsasmiðjunnar í höndum nýrra eigenda en þeir tóku við rekstrinum 1. janúar 2012.

Eigið fé félagsins nam í lok árs 2012 621 miljón króna.

Fyrir utan rekstur Húsasmiðjunnar á byggingavörumarkaði þá rekur félagið einnig verslanir í nafni Ískrafts, Blómavals og H.G. Guðjónssonar. Alls eru sextán Húsasmiðjuverslanir um land allt og er Blómaval starfrækt í níu verslunum.