Húsasmiðjan vísar öllum ásökunum um verðsamráð á bug. Fyrirtækið hefur sent frá sér tilkynningu vegna húsleita Samkeppniseftirlitsins á morgun.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans og Samkeppniseftirlitið framkvæmdu í dag húsleitir í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins byggingarvörur.

Embætti ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið munu senda frá sér nánari fréttatilkynningu vegna húsleitanna síðar í dag, segir á vef ríkislögreglustjóra.

Fréttatilkynning frá Húsasmiðjunni:

„Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum komu fulltrúar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofur Húsasmiðjunnar í morgun vegna gruns um brots á samkeppnislögum. Til skoðunar er meint verðsamráð milli aðila á byggingavörumarkaði. Gögn voru haldlögð og rætt við starfsmenn þar svo og í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Af þessu tilefni vill Húsasmiðjan taka fram að hún vísar öllum ásökunum um verðsamráð á bug. Fyrirtækið mun að sjálfsögðu aðstoða við rannsókn málsins enda hefur það ekkert að fela.“