Húsasmiðjan mun yfirtaka rekstur KASK Byggingarvara á Höfn í Hornafirði, segir í fréttatilkynningu. Fyrirtækið mun formelga taka við rekstrinum á föstudaginn.

Með tilkomu nýju Húsasmiðjuverslunar á Höfn eru Húsasmiðjuverslanir á landsbyggðinni orðnar 13 alls, auk verslana Ískrafts og Blómavals. Ásamt verslunum Húsasmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu og verslunum Blómavals, H.G. Guðjónssonar og Ískrafts eru verslanirnar Húsasmiðjunnar orðnar alls 29 á landsvísu.

?Við hjá Húsasmiðjunni vonum að íbúar á Höfn og nærsveitum taki þjónustunni vel og taki okkur vel við frekari uppbyggingu á versluninni", segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.

?Með þessari nýju verslun erum við að ?loka hringnum", því áður var breitt bil frá Reyðarfirði að Hvolsvelli, þannig að nú eiga allir landsmenn þess kost að versla hjá okkur án þess að þurfa að leggja of langa leið að baki."