*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 30. nóvember 2004 13:59

Húsavíkurbær óskar eftir framkvæmdastjórum

Ritstjórn

Vegna stjórnskipulagsbreytinga óskar Húsavíkurbær að ráða þrjá framkvæmdastjóra. Um er að ræða þrjú ný svið og taka breytingarnar gildi um næstu áramót. Megin viðfangsefni framkvæmdastjóranna er að hafa yfirumstjón með og bera ábyrgð á rekstri hvers sviðs og að þjónusta þeirra sé veitt samkvæmt lögum og reglum og í samræmi við stefnu Húsavíkurbæjar.

Sveitarfélagið Húsavíkurbær varð til árið 2002 við sameiningu Húsavíkurkaupstaðar og Reykjahrepps. Íbúafjöldi er um 2500. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur, ýmis opinber þjónusta, margskonar þjónustu-iðnaður, landbúnaður og ört vaxandi ferðaþjónusta.

Framsækin markmið í stjórnsýslu sveitarfélagsins hafa verið sett fram í skýrslu sem ber heitið Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003-2007. Þau miða m.a. að aukinni nýtingu tölvu- og upplýsingatækni í þágu starfseminnar.