Húsgagnaverslunin Húsgagnahöllin ehf. hagnaðist um 17,1 milljón króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Árið 2012 hagnaðist félagið um tæpar 9,7 milljónir.

Eignir félagsins voru metnar á 264 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 118 milljónir árið á undan. Skuldir námu 236 milljónum í árslok 2013 en námu 108 milljónum árið á undan. Bókfært eigið fé Húsgagnahallarinnar er 27 milljónir samanborið við 10 milljónir árið 2012.

Húsgagnahöllin ehf. er í 100% eigu félagsins GreenWater ehf. Eigendur GreenWater eru Guðmundur Gauti Reynisson og Egill Fannar Reynisson, en hvor um sig á 50% hlut. Guðmundur Gauti er framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar.