Í Helsinki í Finnlandi kostar fimmfalt meira að hita húsið sitt en í Reykjavík, þar sem það er langódýrst á Norðurlöndunum. Kostar þrefallt meira að hita það í Osló þar sem er það er næstdýrast heldur en í Reykjavík.

Borga tæplega hálfa milljón árlega

Kostnaður við að hita heimili á Íslandi er rúmlega 85 þúsund krónur á ári fyrir hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en í Helsinki þarf að borga hátt í hálfa milljón árlega, eða um 428 þúsund krónur.

Í Stokkhólmi kostar það rúmar 320 þúsund krónur, í Kaupmannahöfn tæpar 300 þúsund krónur og í Osló rétt tæpar 270 þúsund krónur.

Kemur þetta fram í samantekt Samorku um húshitunarkostnað, en stuðst er við tölur frá stærstu veitufyrirtækjum í hverri höfuðborg.

Skattar allt að helmingur kostnaðar

Í húshitunarreikningi Norðurlandabúa vega skattar nokkuð þungt, en auk virðisaukaskatts er víða innheimtur sérstakur orkuskattur. Hér á landi er hann 2% á heitt vatn, en án skatta væri húshitunarkostnaðurinn hér á landi rétt um 75 þúsund krónur.

Í Helsinki kostar húshitunin sjálf 220 þúsund krónur, en skattar eru nálega helmingur kostnaðarins í Helsinki. Víðast hvar á Norðurlöndunum eru húsin ekki hituð með ódýru heitu vatni heldur er raforka eða jarðefnaeldsneyti notað til upphitunar húsanna.