Samkeppnisráð Evrópusambandsins gerði húsleit í skrifstofum Intel í Evrópu og nokkurra annarra tölvuframleiðenda. Húsrannsóknin er hluti af viðamikilli rannsókn framkvæmdanefndar Evrópusambandsins um brot á samkeppnislögum og hringamyndun.

Intel hefur lengi verið sakað um óeðlilega og sanngjarna viðskiptahætti af stjórnvöldum í Brussel. Talsmenn Intel vildu ekkert segja um málið í dag.

Samkeppnisyfirvöld tilkynntu í mars síðastliðnum að þau hefðu tekið saman við starfsbræður sína í Japan við að rannsaka Intel og ásakanir um að það væri að vinna að einokun í framleiðslu tölvuflaga.

Advanced Micro Devices (AMD), einn helsti keppinautur Intel, kærði fyrirtækið fyrir brot á lögum um hringamyndun. Tvær kærur voru lagðar fram í Japan. Samkeppnisráð Japans komst að því að Intel hefði brotið samkeppnislög með því að bjóða fimm tölvuframleiðendum endurgreiðslur - kredit - ef fyrirtækin samþykktu að hætta með öllu eða takmarka mjög viðskipti við AMD.