Kunnuglegt nafn hefur skotið upp kollinum vegna rannsóknar þýskra skattayfirvalda á skattamálum um eitt þúsund auðugra Þjóðverja sem grunaðir eru um að hafa notað sér sérstaka sjóði í Liechtenstein til þess að komast hjá skattgreiðslum.

Í þýskum fjölmiðlum hefur verið greint frá því að þýsk yfirvöld hafi þannig fyrir helgina gert húsleit hjá tveimur einkabönkum, Hauck & Aufhäuser og Metzler, vegna rökstudd gruns um að þeir, eða öllu heldur starfsmenn þeirra, tengist skattsvikamálinu.

Málið hefur verið mjög í kastljósi þýskra fjölmiðla að undanförnu og vakið mikla og almenna reiði þar í landi. Angela Merker, kanslari Þýskalands, hefur gengið mjög hart fram gagnvart furstadæminu Liechtenstein vegna þessa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .