Saksóknarar í Þýskalandi hafa gert húsleit á skrifstofum flugfélagsins Ryanair. Ástæðan er að grunur liggur á um að félagið hafi svikið undan skatti og skotist undan annars konar greiðslum, en málið er tengt flugmönnum félagsins.

Að minnsta kosti 35 manns hafa starfað að yfirheyrslum á starfsfólki Ryanair vegna rannsóknarinnar, en meðal annars hefur rannsóknin staðið yfir í Berlín og Köln, þar sem fyrirtækið hefur bækistöðvar sínar.

Tölvur, iPad-spjaldtölvur og önnur skjöl voru tekin, auk þess sem heimili tveggja flugmanna voru rannsökuð ítarlega. Málið tengist öðru fyrirtæki sem hefur þjónað sem atvinnumiðlun fyrir Ryanair en það er grunað um að hafa neitað starfsfólki um laun og aðrar greiðslur.