Samkeppniseftirlitið mætti í húsleit á skrifstofur Bónus og Krónunnar í morgun en húsleitin kemur í framhaldi umræðna um verðsamráð fyrirtækjanna.

Ekki hefur náðst talsmenn verslananna né Samkeppnieftirlitsins til að tjá sig um málið við vb.is en í fréttatilkynningu frá Kaupási sem rekur Krónuna segir að húsleitin sé fagnaðarefni.

“Félagið hefur ítrekað lýst því yfir á opinberum vettvangi að það óskaði eftir opinberri rannsókn hið allra fyrsta til þess að hreinsa stjórnendur Kaupáss og Krónunnar af hvers kyns dylgjum um verðsamráð eða óeðlilega viðskiptahætti í þeirri miklu samkeppni sem ríkir á íslenskum matvörumarkaði. Starfsfólk Kaupáss og Krónunnar mun opna allar sínar bækur og verða Samkeppniseftirlitinu til aðstoðar á allan þann hátt sem óskað verður eftir og látin er í ljós von um að rannsókninni verði hraðað eins og frekast er unnt,” segir í fréttatilkynningunni frá Kaupási.