Nú stendur yfir húsleit svissnesku lögreglunnar á skrifstofum útibús HSBC bankans í Sviss vegna meints peningaþvættis. BBC News greinir frá þessu.

Stjórnvöld í landinu rannsaka nú bankann og ótilgreinda einstaklinga vegna gruns um peningaþvætti eða þátttöku í slíku broti.

Franco Morra, framkvæmdastjóri bankans, sagði í síðustu viku að bankinn hefði lokað reikningum ákveðinna einstaklinga þar sem þeir uppfylltu ekki þær kröfur sem hann gerir til viðskiptavina.