Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Jónum Transport og Landflutningum á sama tíma og starfslið eftlirlitsins með aðstoð lögreglumanna leituðu á starfstöðvum Eimskips og Samskipa, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Jónar Transport og Landflutningar eru í eigu Samskipa. Jafnframt var gerð húsleit hjá TVG Zimsen, dótturfyrirtæki Eimskips.

Ráðist var í húsleitirnar í morgun vegna ætlaðs samráðs. Ásbjörn Gíslason , forstjóri Samskipa, sagði í samtali við VB.is nú síðdegis að húsleit hafi staðið yfir í allan dag og var henni að ljúka síðdegis.