Húsleit var gerð í morgun á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og á Akureyri á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans með aðstoð embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um að fyrirtækið hafi brotið gegn ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Húsleitin var samræmd og fóru um 25 manns inn á skrifstofurnar á báðum stöðum klukkan 9:15 í morgun.

Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, staðfesti þetta í morgun en vildi hvorki tjá sig um húsleitina né hvaða brot á gjaldeyrishöftum Samherjamenn eru grunaðir um.

Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi verið færður til skýrslutöku vegna málsins.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson - Samherji
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson - Samherji
© BIG (VB MYND/BIG)
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins.