Embætti sérstaks saksóknara gerðu í dag húsleit í höfuðstöðvum VÍS. Samkvæmt tilkynningu frá VÍS beinist húsleitin að rannsókn embættisins á lánum VÍS á árunum 2007 til 2009. FME vísaði málum er tengdust lánum fyrirtækisins til aðila sem tengdir voru fyrirtækinu, m.a. móðurfélaginu Exista, til embættis sérstaks saksóknara á dögunum.

Tilkynning VÍS er eftirfarandi:

"Embætti sérstaks saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni.

Rannsókn sérstaks saksóknara mun ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur VÍS. Félagið stendur traustum fótum en í lok fyrsta ársfjórðungs 2011 voru eignir félagsins um 39 ma. kr.  Tæplega helmingur þeirra eru verðbréf með ábyrgð ríkisins, eða um 16 ma. kr.  Innistæður námu 4,7 ma. kr. og verðbréf skráð á reglulegum verðbréfamarkaði námu um 4,5 ma kr."