Húsleit Samkeppniseftirlitisins stendur nú yfir í höfuðstöðvum Samskipa. Fréttavefurinn Vísir segir að starfsmenn Samkeppniseftirlitsins hafi, ásamt lögreglumönnum, komið á skrifstofu Samskipa við Kjalarvog rétt fyrir tíu í morgun.

Ekki liggur fyrir hvert tilefni húsleitarinnar er. Elsa Þóra Árnadóttir, hjá markaðsdeild Samskipa, staðfestir í samtali við VB.is að Samkeppniseftirlitið sé á staðnum við húsleit. Hún kvaðst ekki geta gefið frekari yfirlýsingar á þessari stundu en boðaði að yfirlýsing yrði gefin út.

Einnig er gerð húsleit á starfstöðvum Eimskipafélags Íslands hf. og hjá dótturfélögunum Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen ehf. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar kemur fram að húsleitin er gerð vegna rannsóknar á ætluðum brotum á 10. og 11. gr. samkeppnislaga.

Í 10. og 11. grein samkeppnislaga er kveðið á um bann við samráði fyrirtækja, svo sem um verð eða verðlag, álagningu, afslætti eða önnur viðskiptakjör. Og um að skipta með sér mörkuðum t.d. eftir landsvæðum eða viðskiptavinum.