Húsleit var gerð á skrifstofum Deutsche Bank í Frankfurt, Berlín og Dusseldorf, en yfirvöld eru að rannsaka meint skattsvik tengd viðskiptum með losunarheimildir á kolefni.

Tuttugu og fimm starfsmenn bankans liggja undir grun um að hafa framið brot á við alvarleg skattsvik og peningaþvætti. Gefnar hafa verið út handtökuskipanir á fimm þeirra.

Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær.