Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins framkvæmdu í gær húsleit hjá fjórum laxeldisfyrirtækjum í Skotlandi sem eru öll í norskri eigu. Félögin fjögur eru Leroy Seafood Group og Grieg Seafoods, Mowi (áður Marine Harvest) og Salmar en Salmar er aðaleigandi Arnarlax.

Fiskifréttir benda á að Evrópusambandið gruni laxeldisrisana um verðsamráð með því að hafa skipts á viðkvæmum markaðsupplýsingum og ákveðið verð í samráði. Samráðið á að hafa staðið yfir að minnsta kosti frá árinu 2017.

Félögin sem liggja undir grun framleiða um helming af þeim eldislaxi sem framleiddur er í Skotlandi.