Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans.

Þetta kemur fram á Vísi.is

Segir að sjö einstaklingar hafi verið yfirheyrðir í dag og standi enn yfir.

„Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari varðist allra frétta og gat ekki gefið upp hverjir þessir sjö einstaklingar væru.

Þegar haft var samband við Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kannaðist hann ekki við að húsleitir hefðu farið fram í bankanum,“ segir í frétt Vísis.