Konur mennta sig meira en áður og fá betur launuð störf. Það eru þó enn karlarnir sem vinna lengri vinnudaga ef marka má könnun á vegum norska dagblaðsins Aftenposten. Samkvæmt gögnum frá árinu 2009 hefur konan hærri tekjur en karlinn í fjórðungi tilfella. Úrtakið samanstóð af pörum yngri en 67 ára. Í þriðjungi þessara tilfella var tekjumunurinn meiri en 200.000 norskar krónur árlega.

Þetta hlutfall heimila þar sem konan er fyrirvinnan hefur farið vaxandi og telja forsvarsmenn könnunarinnar það skýrast af vaxandi menntastigi kvenna og hærri launum frekar en lægri launum karla.

Nánar má lesa um könnuna á heimasíðu Aftenposten .