Húsnæðisverð á Bretlandi féll um 1,4 prósent milli mars og apríl sl. og hefur ekki fallið jafn mikið milli mánaða í sjö mánuði. Í frétt frá Bloomberg segir að þessi þróun gefi vísbendingar um það sé að hægjast á efnahagsbatanum og þrengri lánaskilyrði dragi úr eftirspurn eftir húsnæði. Fyrstu þrjá mánuði ársins er húsnæðisverð á Bretlandi 3,7 prósent lægra en var á sama tímabili í fyrra.

Bloomberg byggir frétt sína á tölum frá Halifax, sem greinir húsnæðismarkaðinn og er hluti af Lloyds bankasamstæðunni. Tölurnar voru gefnar út í morgun og í þeim má sjá að húsnæðisverð hefur lækkað um 4,9 prósent frá því í fyrra. Vitnað er í hagfræðing Halifax sem segir óvissu um efnahagshorfur draga úr eftirspurn.