Fasteignir í miðbæ Reykjavíkur eru afar ódýrar í samanburði við aðrar borgir í Evrópu. Reykjavík er í fjórða neðsta sæti. Einungis Búdapest, Skopje í Makedóníu og Chisinouv í Modavlíu skora neðar. Samanburður er í evrum.

Greiningardeild Arion banka fjallar um málið í dag. „Þannig hefur 10% verðlækkun á fasteignamarkaði og 85% hækkun á evru gagnvart krónu frá árinu 2007 leitt til þess að íbúðaverð hér heima hefur fallið um 16 sæti á þremur árum eins og meðfylgjandi mynd sýnir.“

Ferðmetraverð fasteigna Evrópa - tafla
Ferðmetraverð fasteigna Evrópa - tafla
© None (None)

Greiningardeildin veltir því upp hvort fasteignir séu áhugaverður fjárfestingakostur. Frá hruni hafi fjárfestar nær eingöngu leitað með peninga sínu í öruggt skjós skuldabréfa og innlána. „Hins vegar með auknum umsvifum í hagkerfinu gætu þó fjárfestar í auknum mæli farið að líta til annarra kosta, ef sú þróun er þá ekki nú þegar hafin. Í þessu sambandi er áhugavert að líta á fasteignverð hér á landi með augum erlendra fjárfesta, sem horfa nú á hríðlækkandi kjör í stuttum óverðtryggðum ríkisbréfum og innlánum, þar sem íslensk steinsteypa lítur e.t.v. betur og betur út sem fjárfestingakostur.

Eftir algjöra ládeyðu á fasteignamarkaði virðist nú komið eitthvert lífsmark í fasteignamarkaðinn. T.a.m. mældust 40% fleiri þinglýstir kaupsamningar í janúar 2011 samanborið við fyrra ár. En almennt helst í hendur aukin eftirspurn á markaði með hækkandi verði,“ segir í Markaðspunkti. Bent er á að veltan sé þó enn í sögulegum lægðum.

Jákvæð og neikvæð áhrif gjaldeyrishafta

Þá segir í Markaðspunktum:

  • Til skamms tíma hafa gjaldeyrishöftin jákvæð áhrif á eignaverð í landinu: Krónan helst stöðug í skjóli haftanna, peningarnir komast ekki úr landi og því eru eingöngu innlendir fjárfestingakostir í boði og höftin halda vöxtunum niðri.
  • Til langs tíma hafa gjaldeyrishöftin hins vegar neikvæð áhrif á eignaverð í landinu. Hagvöxtur til langstíma verður minni þar sem erfiðara verður að draga erlenda fjárfestingu inn í landið auk þess sem aðgengi að erlendum fjármálamörkuðum verður að öllum líkindum minna en ella.

Seðlabankinn hefur gefið í skyn að gjaldeyrishöftin verði ekki afnumin nema í afar smáum skrefum og væntanlega tekur ferlið langan tíma. Því er ekki hægt að útiloka að einhver jákvæð skammtímaáhrif komi fram á fasteignamarkaði vegna þessa. Hins vegar ganga flestar spár út frá því að efnahagsbatinn verði veikur og hagvöxtur verði undir langtímameðaltali á næstu árum. Í slíku ástandi er ólíklegt að kaupmáttur heimila nái sér almennilega á strik. Aðgengi að lánsfjármagni hefur einnig verið takmarkað – væntanlega verður lítil breyting á því á næstunni. Má því velta fyrir sér hvort inneign sé fyrir verulegri verðhækkun á fasteignamarkaði í slíku ástandi?