Eitt af hverjum níu heimilum í Las Vegas átti í vandræðum með að greiða af húsnæðislánum á síðasta ári, samkvæmt skýrslu RealtyTrac. Er það fimm sinnum hærra hlutfall en meðaltalið í Bandaríkjunum.

Í Bandaríkjunum er ástandið á húsnæðismarkaði verst í Las Vegas. Í frétt CNN fréttastofu segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá séu jákvæð teikn á lofti. Í samanburði við 2009 drógust nauðungasölur saman um 7%. Sömu sögu er að segja af öðrum svæðum þar sem ástandið hefur verið erfitt, nauðungasölum fækkaði á milli ára á tíu verstu landsvæðunum.