Verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði um 9% að raunvirði í fyrra og sérbýli um 3,7%. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist hafa áhyggjur af stöðunni á fasteignamarkaði.

Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er Eygló með fjögur mál sem snerta húsnæðismarkaðinn. Þetta eru frumvörp um húsnæðismál, húsnæðisbætur, húsnæðissamvinnufélög og frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Samkvæmt þingmálaskránni verða þessi frumvörp lögð fram í þessum mánuði og þeim næsta.

„Unnið er samkvæmt tillögum verkefnisstjórnarinnar í ráðuneytinu, í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga,“ segir Eygló.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .