Fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag svokallaðan húsnæðissáttmála. Sáttmálinn felur í sér aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að takast á við vandann í húsnæðismálum og er sáttmálinn í fjórtán liðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að í samstarfi við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins verði lóðir ríkisins á höfuðborgarsvæðinu skipulagðar undir íbúðabyggð. Er stefnt að því að þessum reitum verði byggðar 2.000 litlar og hagkvæmar íbúðir. Auk þess á að flýta fyrir uppbyggingu á námsmannaíbúðum með veitingu rúmlega fimmtán milljarða láns Íbúðalánasjóðs til til byggingar á 896 íbúðum.

Lóðirnar sem verða skipulagðar með þessum hætti eru Veðurstofureiturinn, Landhelgisgæslureiturinn, Listaháskólareiturinn og Keldnaholt.

Verkefnin sem skilgreind hafa verið eru í fjórtán liðum og fimm flokkum. Er þeim meðal annars ætlað að kortleggja húsnæðisvandann auk þess sem samræma á húsnæðisáætlanir.