Húsnæðisverð í Bandaríkjunum hækkaði um 5,5% milli ára í júlí og hefur ekki hækkað hraðar síðan árið 2018. Lítið framboð samhliða lágum húnsæðislánavöxtum, sem féllu nýlega niður fyrir þrjú prósent, eru taldar ástæðurnar.

Húsnæðisverð vestanhafs hækkaði um 4,3% á milli ára í júlí og er því að hækka á milli mánaða. Sérfræðingur telur að húnsvæðisverð vestanhafs muni halda áfram að hækka á næsta ári en að hægjast muni á vextinum.

Sagt er að verð á ódýru húsnæði sé að hækka hraðar en verð á lúxushúsnæði. Bæði fyrstu kaupendur og fjárfestar eru talin hvað helst vera að nýta sér þann aukna kaupmátt sem felst í lægri greiðslubyrgði. Umfjöllun á vef CNBC.

Sambærileg þróun er að eiga sér stað á Íslandi þar sem húsnæðisverð hefur verið að hækka þrátt fyrir áhrif heimsfaraldursins. Á sama tíma hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra.