Verð á íbúðarhúsnæði í Ósló er um 30% of hátt miðað við langtíma hagræna þætti sem ráða húsnæðsiverði. Þetta er niðurstaðan í nýrri rannsókn tveggja doktorsnema í hagfræði við háskólana í Stafangri og Verslunarháskólann í Ósló. Rannsókn þeirra byggði á langtímasambandi milli húsnæðisverðs, leiguverðs, byggingakostnaðar og launaþróunar sem eru ráðandi þættir við verðþróun á húsnæði ti langs tíma.

Mikilvæg forsenda er að það sé fast samband á milli launa og verðs á húsnæði til langs tíma litið. Niðurstaða þeirra var sú að fólk greiði nú hlutfallslega um 30% hærra verð fyrir húsnæði í Ósló en fyrir 30 árum.