Húsnæðisverð í Bandaríkjunum lækkaði í október sl. og hefur þannig lækkað sex mánuði í röð.

Samkvæmt Case-Shiller vísitölu Standard & Poors, sem nær yfir 20 stærstu borgir bandaríkjanna, lækkaði húsnæði um 1,2% í október. Mest var lækkunin í Atlanta eða 5%.

Þá hefur húsnæðisverð vestanhafs lækkað um 3,4% á milli ára, en húsnæðisverðið hækkaði lítillega sl. vor.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)