„Hann hefur ekkert borgað, ekki krónu,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, sem ásamt manni sínum árið 2007 keypti einingahús frá Finnlandi af verktakanum Birni Braga Mikkaelssyni. Björn Bragi var í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra dæmdur til að greiða Barböru og manni hennar um 12 milljónir króna auk vaxta vegna hússins, sem skilaði sér aldrei.

Fram kom í dómi í máli Björns að fjármunirnir sem þau hjónin greiddu fyrir húsið skiluðu sér aldrei til framleiðanda þess í Finnlandi heldur fóru inn á persónulegan bankareikning Björns. Búið var að steypa upp grunninn að húsi Barböru þegar þetta var. Fjölskylda hennar er nú búin að reisa sér hús á honum en hefur ekki séð neitt af peningunum frá Birni.

Björn Bragi var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .