Húsnæðisverð á Bretlandseyjum hélt áfram að lækka í maí og nú hefur húsnæðisverð þar lækkað átta mánuði í röð.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,5% í maí og er rúm 172 þúsund pund samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni.

Ef litið er á breytingu milli ára hefur húsnæðisverð lækkað um tæp 2% frá sama tíma í fyrra. Eignir eru einnig nokkuð lengur á sölu en áður og er meðaltími húsnæðis á sölu nú tæpar 10 vikur miðað við tæpar 6 vikur fyrir ári síðan.